Faxabol | Um námskeiðin
Reiðskólinn Faxaból er reiðskóli fyrir börn.
Reiðskóli, hestar, börn, reið, gaman, faxaból, öryggi, reiðnámskeið, reiðnámskeiðin,
17114
page-template-default,page,page-id-17114,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-6.7,wpb-js-composer js-comp-ver-4.4.3,vc_responsive

Um námskeiðin

Upplýsingar um námskeiðin okkar
Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags.
Kennt er frá 9-12 eða 13-16.

 

Reiðskólinn sér um að útvega öryggishjálma, reiðtygi og góða hesta,hver nemandi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meiri öryggi og þekkingu í hestamennskunni.

 

Kennslan skiptist í verklega og bóklega kennslu.
Nemendur eru beðnir um taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri.
Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi.
Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri.

 

Hópunum er skipt niður eins og hér segir:

Byrjendahópur: Er fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu af hestum.
Í þessum hópi læra börnin undirstöðuatriði í umgengni við hesta og reiðmennsku
ásamt því að læra ásetu og stjórnun.

 

Framhald 1: Er fyrir þá sem hafa farið einu sinni á námskeið eða hafa aðra þekkingu af hestum,
nemendur eiga að vera búnir að læra undirstöðu atriði í reiðmensku, lögð er áhersla á ásetu, stjórnun og jafnvægi
einnig er farið í skemmtilega reiðtúra.

 

Framhald 2: Er fyrir þá sem hafa farið á tvö eða fleiri námskeið mikil áhersla er lögð á ásetu og stjórnun.
Farið er í langa reiðtúra á námskeiðinu svo nemandinn verður að vera vel undirbúin.

 

Framhald 3: Er fyrir þá sem hafa komið 3-4 sinnum eða oftar á námskeið eða eiga jafnvel hest.
Áhersla er lögð á að nemandi geti farið að sjá um sinn hest sjálfur með lítilli hjálp frá kennara einnig
verður farið í og langa og skemmtilega reiðtúra.

 

Öryggið í fyrirrúmi

Byrjendur notast einungis við svokallaðar reiðdýnur sem eru virkislausir hnakkar.
Helstu kostir þessara reiðdýna er að í þeim situr nemandinn nær
hestinum og á  auðveldara með  að fylgja hreyfingum hestsins.
Þá gera dýnurnar kraftaverk í jafnvægisþjálfun nemenda sem er grunnurinn að allri frekari þjálfun.
Hestar skólans eru sérvaldir og margir þeirra verið með okkur frá upphafi.
Þeir eru þægilegir í umgengni  og vita nákvæmleg til hvers er af þeim ætlast.
Hver hestur getur kennt nemandanum eitthvað nýtt og leggjum við því áherslu á að nemendur skólans prófi sem flesta þeirra.
Skólinn leggur mikla áherslu á að hver og einn nemandi fái kennslu við sitt hæfi, því er nemendum strax í upphafi námskeiðs raðað í hópa eftir getu og þeim sett verkefni sem eflir sjálfstraust og færni í íþróttinni.

 

Í Faxabóli á að vera gaman og þar á öllum að líða vel.