Til okkar koma krakkar úr öllum áttum

Það er svo gaman að segja frá því að til okkar koma krakkar úr öllum áttum, þeir sem ekki finna sig í hefðbundnum íþróttagreinum en blómstra í hestasportinu. En einnig þau börn sem eru líka á fullu í boltaíþróttum eða fimleikum og er þetta þeim kærkomin viðbót. Það er bæði gaman og gefandi þegar það koma krakkar til okkar sem ekki hafa fundið sig í neinum öðrum íþróttum og njóta sín svo hér hjá okkur og taka ástfóstri við hestamennskuna.

Það eru til íþróttir fyrir alla, við þurfum bara að finna hvað það er sem hentar okkur.

Núna hefur reiðskólinn verið starfandi frá árinu 2000 og byggt upp mikla þekkingu og reynslu á hestamennsku og reiðkennslu fyrir börn. Mikil áhersla er lögð á öryggi og eru hóparnir samsettir eftir getu og reynslu, frá byrjendahópi og upp í framhald 3. Við leggjum áherslu á að hver og einn fái kennslu við sitt hæfi og fái verkefni sem efli sjálfstraust og hæfni í hestaíþróttinni.

Hlökkum til að sjá eldri nemendum og taka á móti nýjum nemendum í sumar og eiga með ykkur skemmtilegar stundir.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn