Sýningardagur eftir hádegi hópur

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í hóp eftir hádegi næstkomandi föstudag er landsleikur Íslands og Nígeríu á dagskrá klukkan 15:00 eins er þetta er síðasti dagurinn okkar á þessu námskeiði. Eins og fram kom í póstinum við upphaf námskeiðs átti sýningin að vera á föstudeginum en höfum við ákveðið að hafa sýninguna frekar á fimmtudaginn vegna leiksins.

 

Dagskráin verður því eftirfarandi á fimmtudaginn:

Framhald 2 og 3 munu hafa sýningu kl. 14:00.

Framhald 3 verður á Brekkuvellinum við stóra skeiðvöllinn og
framhald 2 verður á svæðinu fyrir neðan félagsheimilið.

Framhald 1 og byrjendur  hafa sýningu kl. 15:00.

Framhald 1 verður fyrir neðan félagsheimilið í gerðinu við enda skeiðvallarins
og byrjendur í bandagerðinu við húsið okkar.

Á föstudeginum hefst námskeiðið kl. 12:00 í stað 13:00 og endum við daginn klukkan 15:00.

Er það von okkar að þessi breyting á dagskránni einfaldi málin fyrir þann stóra hóp sem ekki vill fyrir nokkurn mun missa af leik okkar manna á HM.

Bestu kveðjur
Þóra og Ellý.

ÁFRAM ÍSLAND

Facebook
Twitter
LinkedIn