You are currently viewing Skráning hafin

Skráning hafin

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á námskeið sumarsins.

Námskeiðin verða með sama sniði og undanfarin ár og byggjast þau á útreiðum í bland við skemmtilega kennslu í leik og starfi. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags nema annað sé tekið fram. Kennt er frá 9-12 eða 13-16 og sér reiðskólinn um að útvega öryggishjálma, reiðtygi og góða hesta. Námskeiðin eru getuskipt og ættu allir að geta fundið hóp við sitt hæfi.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar og eiga með ykkur skemmtilegar stundir.