Útreiðahópar – 1 vika – júlí 2023
kr.33,000.00
Lýsing
Lýsing
Faxaból býður upp á viku útreiðanámskeið eða útreiðahópa fyrir vel vana nemendur þar sem áhersla verður lögð á útreiðatúra. Allir knapar fá sinn hest og ríða knapar frá Reiðskólanum Faxabóli og taka með sér nesti til að borða á áningastöðum.
Við Víðidalinn eru margar fallegar útreiðaleiðir og munum við njóta náttúrunnar úr alfaraleið t.d um Rauðavatn og Rauðhóla í félagsskap skemmtilegra reiðfélaga og hesta.
Takmarkaður fjöldi nemenda er á námskeiðið og við áskiljum okkur rétt til að sameina hópa og/eða fella niður hópa ef ekki næst næg þáttaka í einstaka hópa (í samráði við nemendur og foreldra).
Í boði eru tveir hópar hvora vikuna fyrir sig, kl. 09:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00
Tvær vikur eru svo í boði (ath. námskeiðið er 1 vika og valið stendur á milli þessara tveggja vikna og svo annað hvort fyrir eða eftir hádegi).
Vikuna 10. – 14. júlí / fyrir eða eftir hádegi
Vikuna 17. – 21. júlí / fyrir eða eftir hádegi
PS. það má vissulega panta meira en eina viku eða tíma fyrir sama nemanda ef áhuginn er mikill
Sjá nánar hér
You must be logged in to post a review.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.