Námskeið #3 – 10. júlí – 21. júlí
kr.38,000.00
Lýsing
Öll reiðnámskeið Faxabóls byggjast á hestamennsku í bland við skemmtilega kennslu í leik og starfi. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu til að allir fái kennslu við sitt hæfi.
Kennt er frá kl. 9-12 eða kl. 13-16 alla virka daga (annahvort er valið Fyrir hádegi eða Eftir hádegi).
Getustigin eru Byrjendahópur, Hestamennska 101 og Hestamennska 202. Hestamennska 101 er beint framhald af Byrjendahópnum og kemur í stað þess sem var kallað Framhald 1 (og 2). Hestamennska 202 er lokahópurinn og kemur í stað þess sem var áður kallað framhald (2 og) 3. Nemendur sem hafa ekki verið í hestamennsku áður velja alla jafnan Byrjendahópinn, annars er velkomið að hafa samband til að finna réttan hóp. Við áksiljum okkur rétt til að færa á milli hópa ef þess þarf.
Reiðskólinn Faxaból sér um að útvega öryggishjálma, reiðtygi og góða hesta, hver nemandi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meiri öryggi og þekkingu í hestamennskunni.
Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri nema annað sé tekið fram.
Námskeið #3 fer fram 10. júlí – 21. júlí.
Pantanir eru staðfestar við greiðslu. Ef valið er að greiða með kröfu þá eru kröfur gerðar handvirkt og það getur tekið smá stund að koma inn (s.s. ekki strax við pöntun).
Sjá nánar hér
Frekari upplýsingar
Hópur | Byrjendahópur, Hestamennska 101, Hestamennska 202 |
---|
You must be logged in to post a review.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.