Námskeið sumarið 2020

Námskeið sumarið 2020

Öll námskeið byggjast á útreiðum í bland við skemmtilega kennslu í leik og starfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri nema annað sé tekið fram.

Námskeið 1.    8.júní – 19.júní *
Námskeið 2.    22.júní – 3.júlí
Námskeið 3.    6.júlí – 17.júlí
Námskeið 4.    20.júlí – 31.júlí
Námskeið 5.    4.ágúst – 14.ágúst **

*Kennt laugardaginn 13.júní í stað 17.júní
** Kennt laugardaginn 8.ágúst í stað frídagsverslunarmanna

Námskeiðsverð 32.000,- kr.

 

Útreiðahópur

Faxaból býður upp á viku útreiðanámskeið eða útreiðahópa fyrir vel vana nemendur þar sem áhersla verður lögð á langa útreiðatúra. Allir knapar fá sinn hest og ríða knapar frá Faxabóli og taka með sér nesti til að borða á áningastöðum.

Við Víðidalinn eru margar fallegar útreiðaleiðir og munum við njóta náttúrunnar úr alfaraleið t.d um Rauðavatn, Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðhóla í félagsskap skemmtilegra reiðfélaga og hesta.

Í boði eru tveir hópar kl. 09:00-12:00 eða 13:00-16:00

Vikuna 29. Júlí – 24. Júlí
Vikuna 17.ágúst – 21.ágúst

Takmarkaður fjöldi nemenda er á námskeiðið.
Námskeiðsverð 23.000,- kr.

 

Stubbanámskeið

Námskeið fyrir yngstu knapana 4-5.ára (f.2015-2016) verður vikuna 13.júlí – 17.júlí. Farið verður yfir grunnatriði í hestamennsku og gerðar æfingar inn í gerði ásamt því að fara í ímynduð ferðalög upp um fjöll og firnindi þar sem margt getur orðið á vegi okkar.

Námskeiðsverð 22.000,- kr.

Facebook
Twitter
LinkedIn