Námskeið í boði hjá Faxaból
Reiðnámskeið .
Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags. Kennt er frá 9-12 eða 13-16. Reiðskólinn sér um að útvega öryggishjálma, reiðtygi og góða hesta, hver nemandi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meiri öryggi og þekkingu í hestamennskunni.
Kennslan skiptist í verklega og bóklega kennslu og leiki. Nemendur eru beðnir um taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri. Hóparnir skiptast í 3 getustig eins og hér segir:

Byrjendahópur
Er fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu af hestum. Í þessum hópi læra börnin undirstöðuatriði í umgengni við hesta og reiðmennsku ásamt því að læra ásetu og stjórnun. Námskeiðin eru að hluta til leikjanámskeið, þar sem börnin fá tíma til að leika við önnur börn meðfram hestamennsku.

Hestamennska 101
Er fyrir þá sem hafa farið einu sinni á námskeið eða hafa aðra þekkingu af hestum. Nemendur eiga að vera búnir að læra undirstöðu atriði í reiðmensku, lögð er áhersla á ásetu, stjórnun og jafnvægi.

Hestamennska 202
Er fyrir þá sem hafa komið 2-4 sinnum eða oftar á námskeið eða eiga jafnvel hest.
Áhersla er lögð á að nemandi geti farið að sjá um sinn hest sjálfur með lítilli hjálp frá kennara og einnig verður farið í skemmtilega reiðtúra.

Hestamennskan
Hestamennskan er skemmtileg fyrir líkama og sál. Í hestamennsku kynnast börn hestunum í mikilli nánd og læra að umgangast þá á góðan hátt.
Útreiðanámskeið .

Útreiðahópur
Boðið verður upp á útreiðahópa fyrir vel vana nemendur.
Allir nemendur fá sinn hest og allir dagar nýttir til langra útreiðatúra þannig að nemendur ríða frá Faxabóli og taka með sér nestið til að borða á áningarstöðum. Við Víðidalinn eru margar fallegar útreiðaleiðir og munum við njóta náttúrunnar úr alfaraleið og félagsskapar skemmtilegra reiðfélaga og hesta.
Stubbanámskeið .

Stubbanámskeið
Boðið verður upp á stubbanámskeið fyrir þau yngstu.
Farið verður yfir grunnatriði í hestamennsku og gerðar æfingar inn í gerði ásamt því að fara í ímynduð ferðalög upp um fjöll og firnindi þar sem margt getur orðið á vegi okkar.