Kennararnir

Þóra Þrastardóttir

Þóra er stofnandi Reiðskólans Faxabóls og hefur starfrækt hann frá árinu 2000.
Þóra hefur stundað hestamennsku frá barnæsku og tekið virkan þátt í heimi hestamennskunnar ásamt fjölskyldunni.
Þóra á farsælan keppnisferil að baki en síðustu ár hefur henni þótt skemmtilegast að fylgja krökkunum sínum eftir í keppninni með góðum árangri.
Hún hefur áralanga reynslu af kennslu og umsjón með barna- og unglingastarfi. Hún elur reiðskólahestana allt árið um kring auk þess að stunda hrossarækt.
Þóra hefur yfirumsjón með starfsemi Faxabóls og er tengiliður foreldra og forráðamanna við reiðskólann ásamt Ellý dottur sinni.

Ellý Tómasdóttir

Ellý hefur starfað í Faxabóli frá því skólinn var stofnaður árið 2000.   Fyrstu árin var hún aðstoðarmaður mömmu sinnar, en hin síðari sem leiðbeinandi og umsjónarmaður skólans.
Öll árin hefur hun tekið þátt í þróun hans og skipulagningu.
Hún stundar nú nám í Sálfræði við Háskólann á Akureyri og á tvo fjöruga stráka.
Ellý hefur stundað hestamennskuna frá unga aldri og var virkur keppandi á mótum með góðum árangri í barna og unglingaflokkum.
Í dag finnst henni skemmtilegast að ríða út með strákunum sínum og fjölskyldunni,  í sveitinni.

Rúna Tómasdóttir

Rúna er dóttir Þóru og því ein af Faxabólsfjölskyldunni og hefur alist upp í kringum hestana.
Hún sýndi strax gríðarlegan áhuga á hestum og þá var gott að eiga trausta hesta sem hún gat leikið sér á,
4ra ára var hún farin að ríða út með fjölskyldunni og tók virka þátt í hestamennskunni.
Síðan hefur hún þjálfað hestana sína og fyrir aðra með góðum árangri. Rúna á að baki marga glæsta sigra í íþróttinni náð langt á Landsmótum og Íslandsmótum ásamt því að vera margfaldur Reykjavíkurmeistari. Rúna er að hefja nám í framhaldsskóla í haust en í sumar hlakkar hana til að hitta nýja krakka og deila kunnáttu sinni með þeim og dreifa hestaáhuganum áfram með þeim.
Rúna ætlar að einbeita sér að framhaldi 1 í sumar og aðstoða þannig þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði að taka skrefið áfram í reiðmennskunni.

Birgitta Ýr Bjarkadóttir

Birgitta hefur sótt mörg reiðnámskeið ásamt því að hafa verið í knapaklúbbnum hjá okkur í Faxabóli. Hún hefur unnið og aðstoðað í reiðskólanum frá árinu 2012. Helsta áhugamál hennar eru hestar og eyðir hún eins miklum tíma og hún getur í hesthúsinu yfir daginn. Í vetur hefur hún aðstoðað okkur í Faxabóli með hestana og hirðingu. Hún hefur einnig mikinn áhuga á hundum og hefur tekið þátt í að sýna hunda í ungum sýnendum. Birgitta kemur til með að aðstoða hina ýmsu hópa í sumar.

Jara Mjöll Helgadóttir

Jara hefur mikinn áhuga á hestum og hefur sótt mörg reiðnámskeið hjá Faxabóli.
Hún hefur  aðstoðað hjá Faxabóli síðustu tvö sumur.
Hún á sér mörg áhugamál og þar á meðal er hún að læra japönsku.
Jara hefur aðstoðað okkur með byrjendur, leikjanámskeiðin og stubbahópana og mun vera til halds og traust í hinum ýmsu hópum í sumar.