Kennarar Faxabóls

Begga Rist

Skólastjóri

Begga hefur stýrt Reiðskólanum Faxaból ásamt Sveini Atla frá því um mitt sumar 2020. 

Sveinn Atli Gunnarsson

Framkvæmdastjóri

Sveinn Atli hefur stýrt reiðskólanum Faxaból ásamt Beggu Rist frá því um mitt sumar 2020.

Sagan

Ágrip af sögu Faxabóls

Reiðskólinn Faxaból, elsti reiðskólinn í Reykjavík, var stofnaður árið 2000 var þá eini reiðskólinn í Reykjavík. Reiðskólinn var stofnaður af landsþekktu og framúrskarandi hestafólki, þeim Þóru Þrastardóttur og Tómasi Ragnarssyni. Þeim tókst með miklum metnaði og vinnu að koma fjölda barna og unglinga í kynni við hestinn. Undir þeirra handleiðslu stigu margir helstu knapar landsins sín fyrstu skref inní hestamennskuna.  
 
Það má segja að börn þeirra þau, Ragnar, Ellý og Rúna séu að miklu leyti alin upp á hestbaki í Reiðskólanum Faxabóli. Þau hafa öll einnig komið mikið að rekstri reiðskólans. 
 
Tómas féll frá árið 2010, en hann átti að baki stór glæsilegan feril í hestamennsku. Nánar má lesa um fyrstu Faxabólsfjölskylduna neðar á síðunni. 
 
Undanfarin ár hefur rekstur Faxabóls verið á höndum Þóru og dætranna. Þá hafa margir fleiri dugnaðarforkar unnið við reiðskólann í lengri og skemmri tíma. Það er ánægjulegt hvað Reiðskólinn Faxaból hefur náð að kynna hestamennskuna fyrir mörgum og fest í sessi þann mikilvæga grunn sem vanda þarf til við nýliðun í hestamennsku. 

Á 20 ára afmælisári skólans árið 2020 tóku við rekstri Faxabóls hjónin Begga Rist og Sveinn Atli Gunnarsson. Þau höfðu þá stundað ferðalög á hestum og rekið hestaleigu við mjög góðan orðstír í áraraðir og státað af framúrskarandi hestum og leiðsögn og gaman að geta þess að Begga er fyrsti fagmenntaði leiðsögumaðurinn til að starfa við hestaleiðsögn í fullu starfi hér á landi. Þá hefur “Begga´s riding intro” veitt mörgum ferðamanninum öryggi í hnakknum auk þess að skila töfrum töltisns og hinu frábæra geðslagi íslenska hestsins víða um heim. 
 

Sagan framhald

Ágrip af sögu Faxabóls

 
Beggu og Sveini hefur nýliðun í hestamennsku alltaf verið mjög hugleikin. Begga byrjaði sína hestamennsku í Neðri – Fáki (á mótum Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar) þar sem Hestamannafélagið Fákur rak reiðskóla um árabil. Síðar kenndi Begga við Reiðskóla Fáks hér á árum áður og veitti einnig Æskulýðsnefnd Fáks formennsku og var með til að endurvekja sýninguna Æskuna og Hestinn. Begga hefur einnig verið leiðsögumaður í hestaferðum í fjölda ára og farið fyrir hópum ferðamanna á hestbaki vítt og breitt um landið. Begga er fyrsti fagmenntaði leiðsögumaðurinn til að starfa við hestaleiðsögn í fullu starfi hér á Íslandi.
Begga sat í verkefnastjórn Horses of Iceland frá upphafi allt til siðari hluta ársins 2020. 
Reiðvegir og öryggi ríðandi umferðar hafa verið ofarlega á dagskránni hjá Beggu en hún tók nýlega þátt í vinnu við útgáfu á sjónvarpsefni um öryggismál ríðandi umferðar og kom þar með innspýtingu varðandi handritið. 
Þau hjón hafa ósjaldan teymt undir börnum við ýmis tækifæri, tekið þátt í Barnamenningarhátið, Degi Íslenska hestsins, ýmsum kvikmynda- og myndbanda skotum auk þess að halda fyrirlestra og kynningar á hestinum á íslensku sem og á fjölmörgum öðrum tungumálum. 

Þóra Þrastardóttir

Stofnandi Faxabóls

Sögulegar upplýsingar:

Þóra er stofnandi Reiðskólans Faxabóls og starfrækti hann frá árinu 2000-2020.

Þóra hefur stundað hestamennsku frá barnæsku og tekið virkan þátt í heimi hestamennskunnar ásamt fjölskyldunni.
Þóra á farsælan keppnisferil að baki en síðustu ár hefur henni þótt skemmtilegast að fylgja krökkunum sínum eftir í keppninni með góðum árangri.
Hún hefur áralanga reynslu af kennslu og umsjón með barna- og unglingastarfi. Hún elur reiðskólahestana allt árið um kring auk þess að stunda hrossarækt. Þóra hefur yfirumsjón með starfsemi Faxabóls og er tengiliður foreldra og forráðamanna við reiðskólann ásamt Ellý og Rúnu dætrum sínum.

Ellý Tómasdóttir

Sögulegar upplýsingar:

Ellý starfaði í Faxabóli frá því skólinn var stofnaður árið 2000 til 2020. Fyrstu árin var hún aðstoðarmaður foreldra sinna sem þá ráku skólann, en síðustu ár hefur hún verið hægri hönd móður sinnar og starfað sem leiðbeinandi og umsjónarmaður skólans.
Öll árin hefur hún tekið þátt í þróun hans og skipulagningu.
Hún útskrifaðist með BA í sálfræði vorið 2017 og stundar nú meistaranám í mannauðsstjórnun.
Ellý hefur stundað hestamennskuna frá unga aldri og var virkur keppandi á mótum með góðum árangri í barna og unglingaflokkum. Í dag finnst henni skemmtilegast að ríða út með strákunum sínum, eiginmanni og fjölskyldunni, í sveitinni.

Rúna Tómasdóttir

Sögulegar upplýsingar:

Rúna er dóttir Þóru og því ein af Faxabólsfjölskyldunni og hefur alist upp í kringum hestana.
Hún sýndi strax gríðarlegan áhuga á hestum og þá var gott að eiga trausta hesta sem hún gat leikið sér á.
4ra ára var hún farin að ríða út með fjölskyldunni og tók virkan þátt í hestamennskunni. Síðan hefur hún þjálfað hestana sína og fyrir aðra með góðum árangri. Rúna á að baki marga glæsta sigra í íþróttinni náð langt á Landsmótum og Íslandsmótum ásamt því að vera margfaldur Reykjavíkurmeistari. Rúna er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og stefnir á háskólanám í haust.
Í sumar hlakkar hún til að hitta nýja krakka og deila kunnáttu sinni með þeim og dreifa hestaáhuganum áfram með þeim.

Facebook
Tölvupóstur