Velkomin í

Faxaból

Reiðnámskeið

Öryggið er í fyrirrúmi

Byrjendur notast einungis við svokallaðar reiðdýnur sem eru virkislausir hnakkar.Helstu kostir þessara reiðdýna er að í þeim situr nemandinn nærhestinum og á auðveldara með að fylgja hreyfingum hestsins.Þá gera dýnurnar kraftaverk í jafnvægisþjálfun nemenda sem er grunnurinn að allri frekari þjálfun.Hestar skólans eru sérvaldir og margir þeirra verið með okkur frá upphafi.Þeir eru þægilegir í umgengni og vita nákvæmleg til hvers er af þeim ætlast.

“ Leyfum börnunum að búa til skemmtilegar minningar „

Námskeiðin

Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags. Kennt er frá 9-12 eða 13-16. Reiðskólinn sér um að útvega öryggishjálma, reiðtygi og góða hesta, hver nemandi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meiri öryggi og þekkingu í hestamennskunni. Kennslan skiptist í verklega og bóklega kennslu.
Nemendur eru beðnir um taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi.

Afhverju að velja okkur

Hér að neðan eru nokkrar ástæður

Reynslumiklir kennarar

Kennararnir okkar hafa margra ára reynslu.

Börnin njóta sín

Með öðrum börnum og yndislegum hestum.

Við notum reiðdýnur

Byrjendur nota reiðdýnur sem eru virkislausir hnakkar.

Í Faxabóli er gaman

Hjá okkur á að vera gaman og öllum á að líða vel.

Fréttir

Námskeið sumarið 2020

Námskeið sumarið 2020 Öll námskeið byggjast á útreiðum í bland við skemmtilega kennslu í leik og starfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri nema annað

Lesa frétt »

Ummæli frá viðskiptavinum

Þú þarft ekki bara að taka okkar orð fyrir því að við séum góð.
Hér eru nokkur meðmæli frá ánægðum viðskiptavinum.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email