Faxabol | Öryggið er í fyrirrúmi
Reiðskólinn Faxaból er reiðskóli fyrir börn.
Reiðskóli, hestar, börn, reið, gaman, faxaból, öryggi, reiðnámskeið, reiðnámskeiðin,
15774
page-template-default,page,page-id-15774,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-6.7,wpb-js-composer js-comp-ver-4.4.3,vc_responsive

Öryggið er í fyrirrúmi

Byrjendur notast einungis við svokallaðar reiðdýnur sem eru virkislausir hnakkar.
Helstu kostir þessara reiðdýna er að í þeim situr nemandinn nær
hestinum og á  auðveldara með  að fylgja hreyfingum hestsins.
Þá gera dýnurnar kraftaverk í jafnvægisþjálfun nemenda sem er grunnurinn að allri frekari þjálfun.
Hestar skólans eru sérvaldir og margir þeirra verið með okkur frá upphafi.
Þeir eru þægilegir í umgengni  og vita nákvæmleg til hvers er af þeim ætlast.
Hver hestur getur kennt nemandanum eitthvað nýtt og leggjum við því áherslu á að nemendur skólans prófi sem flesta þeirra.
Skólinn leggur mikla áherslu á að hver og einn nemandi fái kennslu við sitt hæfi, því er nemendum strax í upphafi námskeiðs raðað í hópa eftir getu og þeim sett verkefni sem eflir sjálfstraust og færni í íþróttinni.

Í Faxabóli á að vera gaman og þar á öllum að líða vel.